ARENA Logo

Archaeological Records of Europe - Networked Access

Gagnakrá

Directions:

Click on the list below for further details of an archive. Alternatively, use the map to navigate directly to the full resource.


Dankirke, Danmörku

Gagnasafn

Járnaldarminjarnar í Dankirke á Suðvestur-Jótlandi fundust þegar verið var að leita að staðnum þar sem Ribe var á víkingaöld. Grafið var í Dankirke á árunum 1965-1970 og fundust við uppgröftinn gripir frá því um miðja aðra öld fyrir Krist og fram á síðari hluta áttundu aldar eftir Krist. Meðal þeirra eru munir bæði frá rómverskri járnöld og þjóðflutningatíma. Minjasvæðið í Dankirke er ekki stórt, og hefur aðeins verið grafið upp að hluta. Bæði ríkulegt gripasafnið og mannvirkin sem þar voru grafin upp þóttu mjög sérstæð þegar þau fundust á sjöunda áratugnum, en þykja ekki eins einstök nú. Þó er mjög mikilvægt að kynna fundi og gögn úr þessum uppgrefti, þar sem lokaniðurstöður hafa aldrei verið birtar.

Til þessa hafa um 3000 m2 verið grafnir upp á tveimur svæðum, Dankirke eystri og vestri. Aðeins eitt hús (Hús I) var grafið upp á austursvæðinu, en norðaustan við húsið var svæði þakið stoðarholum og gryfjum, sem talið var að væru leifar byggingar á meðan á uppgrefti stóð (Hús II). Á vestursvæðinu voru alls fimm hús grafin upp, sum að fullu en önnur aðeins að hluta. Þar voru einnig fjórir brunnar. Húsin, VIII, IV, III, VII og V (Va og Vb) eru frá mismunandi tímum frá því snemma á járnöld til þjóðflutningatímans.

Gripasafnið sem fannst við uppgröftinn var ríkulegt, og þá sérstaklega gripirnir úr Húsi V, þar sem mikið fannst af munum úr járni og gleri. Af þessum sökum hefur byggðin í Dankirke hefur verið túlkuð sem auðugt býli, þar sem einnig var miðstöð viðskipta.

[Efst á siðu]

Hjelm, Danmörku

Gagnasafn

Árið 1297 var Stígur marskálkur, einn af fremstu mönnum í Damörku á síðari hluta 13. aldar, útlægur ger fyrir morðið á kónginum, Eiríki glipping. Stígur flúði árið 1290 ásamt mönnum sínum til Hjelm, sem er lítil eyja (minni en 1 km2), og reisti þar þrjá kastala til að verja eyna. Fyrbakken var byggður í miðri eynni, Kastelbekken á höfða vestantil á henni og Skådebakken á austurhluta eyjunnar. Þegar útlagarnir settust að á Hjelm, þá tóku þeir með sér myntsláttumenn sem þeir höfðu hneppt í ánauð, og hugðust grafa undan efnahagslífi Danmerkur með því að falsa mynt í stórum stíl. Árið 1306 réðst konungur á eyjuna og brenndi öll virkin.

Markmið rannsóknanna í eyjunni 1999 og 2000 var að komast að því hvort virkin væru frá þeim tíma sem Stígur var sagður hafa verið þar og staðsetja myntsláttuna. Skurðir voru grafnir í tvö af virkjunum þremur, og reyndust þau frá því seint á 13. öld. Einnig fundust merki um myntsláttu á þremur stöðum. Mikið magn af kopar fannst á ýmsum stigum myntsláttu; brotajárn; úrgangur frá málmsteypunni; steyptar og hamraðar stangir; skornir ferhyrndir bútar til að slá mynt úr og fullgerðar myntir.

Þau gögn sem verða aðgengileg á netinu eru teikningar úr uppgreftinum, gagnagrunnur yfir gripi, uppgraftarskýrslur og yfirborðsmælingar úr eynni.

[Efst á siðu]

Vorbasse, Danmörku

Gagnasafn

Frá árinu 1974 til 1987 var grafið í þorpinu Vorbasse á um 1 km2 svæði, og sýndi rannsóknin fram á að samfelld byggð hafði verið þar frá því á tímum Krists og fram á daginn í dag. Uppgröfturinn beindist einkum að byggðinni frá járnöld, víkingaöld, og fyrri hluta miðalda. Á fyrri tímabilunum var byggð á þremur stöðum á svæðinu, en um 400 aðeins á tveimur, og voru 4-6 bæir á hvorum stað.

Um 400 árum seinna, í byrjun víkingaaldar, hafði byggðin sameinast í eitt þorp með sex stórum bæjum. Bæirnir stækkuðu allir töluvert á miðri víkingaöld, en þeir voru samfellt í byggð fram á 12. öld.

Aðeins gögnin um víkingaraldaruppgröftinn í Vorbasse verða í gagnasafninu, þar sem ekki er búið að færa önnur gögn á stafrænt form. Þar með talið eru lýsingar á mannvirkum, teikningar og fundaskrá.

[Efst á siðu]

Hofstaðir, Íslandi

Gagnasafn

Skálinn á Hofstöðum í Mývatnssveit var fyrst grafinn af Daniel Bruun árið 1908, og aftur af Olaf Olsen árið 1965. Markið þeirra rannsókna var að kanna hvort þetta væri hof, eins og nafnið bendir til. Árið 1991 hóf Fornleifastofnun Íslands rannsóknir á skálanum á Hofstöðum og nágrenni hans og var markmiðið að nýta nýjustu rannsóknaraðferðir í fornleifafræði. Rannsóknin hefur leitt í ljós að utan við skálann sjálfan eru þónokkur jarðhýsi og önnur mannvirki, og er innangengt í sum þeirra úr skálanum. Einnig hefur bænhús frá miðöldum og kirkjugarður sunnan við skálann verið grafin upp að miklu leyti, og athuganir gerðar á bæjarhólnum. Bærinn var fluttur þaðan af hólnum um miðja tuttugustu öld, og hafði þá trúlega staðið þar samfleytt frá því á miðöldum. Hluti af rannsóknargögnum Hofstaðauppgraftarins verður aðgengilegur á stafrænu formi, þar með talið teikningar, gagnagrunnar, framvinduskýrslur, yfirborðsmælingar og jarðsjármælingar.

[Efst á siðu]

Egge, Noregi

Gagnasafn

Á stórri jökulöldu fyrir botni Þrándheimsfjarðar í miðjum Noregi eru tveir bæir, Egge og Hegge. Þeir standa efst á hæð, og er þaðan víðsýnt um nærliggjandi sveitir og til hafs. Umhverfis þessa tvo bæi hefur verið byggð síðustu 3-4000 ár. Fyrsta steinaldarbyggðin sem fannst í Noregi var hér. Þekktustu menjarnar í Egge og Hegge eru þó grafreitir frá járn- og víkingaöld. Því miður hafa orðið þónokkrar skemmdir á grafreitunum, en svo vel vill til að mikil sagnahefð tengist Egge, og til eru miklar heimildir, allt að 200 ára gamlar, um skráningu og uppgöft þar. Upphaflega voru um 75 grafreitir á svæðinu, en í dag eru aðeins 30 varðveittir.

Það eru þónokkur minjasvæði umhverfis Egge. Efst á hæðinni eru tvær þyrpingar hauga frá seint á járnöld og víkingaöld, og önnur þyrping af grafhringjum þaktar steinum, frá seinni hluta járnaldar. Einnig eru haugar og steinahleðslur neðan við hæðina, nálægt ströndinni.

Á þjóðflutningatímanum og tímabilinu fram að víkingaöld var Egge einnig mikilvægur staður, en þar var helsta höfðingjasetur um miðbik Noregs á víkingaöld, og er getið í mörgum sögum.

[Efst á siðu]

Fornleifafræðilegt safn Rúmeníu: Verkefni um stafræn gagnasöfn.

Gagnasafn

'Vasile Pârvan', Fornleifastofnunin í Búkarest hóf skráningu fornleifafræðilegs safns Rúmeníu (the Archaeological Repertory of Rumania - RAR) fyrir hálfri öld, 1949-50. Markmið verkefnisins var að skrá óútgefnar skýrslur um rannsóknir og allar tilvitnanir í fornleifafundi allt aftur á 18. öld. Árið 1956 þurfti að hætta við verkefnið vegna fjárskorts. Þá höfðu upplýsingarnar sem búið var að safna saman verið settar í spjaldskrá sem raðað var eftir landsvæðum samkvæmt skipulagsskrá þess tíma. Upplýsingarnar voru frekar sundurlausar, og hafa aldrei verið gefnar út, en fræðimenn hafa nýtt sér þær við rannsóknir sínar.

Vinna við að koma RAR upplýsingunum á stafrænt form hófst árið 2001 og er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Búkarest og the Institute of Cultural Memory (CIMEC). Markmið þess verkefnis er að skrá helstu upplýsingar, þ.e. staðsetningu, minjategund, aldur og heimildaskrá inn í gagnagrunn, og skanna inn upprunalegu skrána. Þetta var ákveðið af vinnuhóp, og leiddi til þróunar á gagnagrunni (Access 2000) fyrir verkefnið. Fornleifastofnun Búkarest sér um skráninguna og CIMEC sér um viðhald á gagnagrunninum, skönnun upprunalegu skránna og að brenna þær á diska, og að minsta kosti eitt afrit af öllum gögnunum er geymt á hvorum staðnum. Nú þegar eru yfir 5.500 skrár í RAR gagnagrunninum (5.522 fornleifar, 4.621 staðir, 1.769 söfn, 831 minjasvæði, 6.970 gripir og 14.954 tilvitnanir í heimildaskrár). Einnig er búið að skanna 3.000 spjaldskrár, eða um 40% af safninu.

[Efst á siðu]

Annáll fornleifafræðilegra rannsókna í Rúmeníu (1983 - 2002).

Gagnasafn

Annáll fornleifafræðilegra rannsókna í Rúmeníu (The Chronicle of the Archaeological Researches in Rumania) er gagnagrunnur sem settur var á stofn af fornleifafræðilegri stjórnarnefnd (Directorate of Archaeology) menningar- og kirkjumálaráðuneytis Rúmeníu, og á hann að innihalda upplýsingar um alla fornleifauppgrefti sem farið hafa fram í Rúmeníu síðustu tvo áratugi. Gagnagrunnurinn var þróaður af Institute for Cultural Memory og sér sú stofnun um viðhald á honum.

Í gagnagrunninum eru 2.000 uppgraftarskýrslur frá 703 uppgröftum frá árunum 1983 til 2001. Fyrir hvern uppgröft koma fram eftirfarandi upplýsingar: staðsetning, tegund, aldur, hver sá um uppgröftinn (einstaklingar og stofnanir) og yfirlit yfir niðurstöður og aðferðafræði. Upplýsingarnar eru endurnýjaðar á hverju ári en verkefnisstjórar sjá um að senda inn gögnin. Auk skýrslanna geymir gagnagrunnurinn yfir 1.500 myndir sem er raðað í stafrófsröð eftir uppgraftarstöðum og landsvæðum.

Hægt er að leita eftir eftirfarandi:

Allar leitarupplýsingar eru skráðar bæði á rúmensku og ensku, og um 25% skýrslanna eru með úrdrátt á ensku eða frönsku, sem höfundar hafa sent ásamt heimildaskrá.

[Efst á siðu]

Cottam, Bretlandi

Gagnasafn

Árið 1987 fundu menn með málmleitartæki koparmynt, nælur og aðra skrautmuni úr málmi, og voru þetta fyrstu vísbendingarnar um að fornminjar frá tímum Engla og norrænna manna væri að finna í Cottam B, í Yorkshirehéraði austanverðu. Við uppgröft fundust stoðarholur eftir nokkur mannvirki og var garður utan um þau, og voru þau tímasett til 8. - 9, aldar e.Kr. Cottam B fór í eyði seint á 9. öld, og þá var skilin eftir hauskúpa af konu í ruslahaug. Aftur reis byggð þar skammt frá og var einnig afgirt, en stóð stutt, einungis fram á fyrri hluta 10. aldar. Sú kenning hefur komið upp að byggð Engla hafi verið hluti af konunglegri landareign, og hafi orðið sjálfstæð eftir að norrænir innflytjendur settust þar að. Cottam er fyrsti staðurinn sem grafinn hefur verið upp í York, þar sem ummerki eru um 'framleiðslu'. Niðurstöður benda til þess að Cottam hafi verið velmegandi byggð, en ekki einstök í sinni röð, og þar hafi aðallega verið stundaður þar búskapur, en einnig einhver handiðnaður og verslun. Rannsóknirnar benda einnig til þess að þörf sé á að endurmeta gerðfræði og aldursgreiningu annara afgirtra byggða á svæðinu.

[Efst á siðu]

Danebury, Hampshire, Bretlandi

Gagnasafn

Danebury í Hampshire er járnaldarvirki sem stendur á 45 - 60 m hárri hæð, 143 m yfir sjávarmáli á kalksléttum Wessex. Viðamiklar fornleifarannsóknir hafa farið fram á staðnum á árunum 1969 til 1978 undir stjórn Barry Cunliffe. Fá járnaldarvirki í Bretlandi hafa verið rannsökuð jafn mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur bindum, fjallar það fyrra um mannvirkin og hið síðara um gripi. Þau nú til á stafrænu formi, en það er hluti af rannsóknarskýrslusafni CBA, sem hægt er að nálgast á vefsíðu Archaeological Data Service. Stafræna gagnasafnið er ýtarleg viðbót við það sem út hefur verið gefið um þennan heimsþekkta uppgröft.

[Efst á siðu]

Ager Terraconensis, Spáni

Gagnasafn

Gagnasafnið Ager Terraconensis samanstendur af aðalskráningargögnum frá Terragonahéraði á Spáni, sem fram fóru á árunum 1985 til 1990. Skráningin fór fram með þeim hætti að svæðið var gengið skipulega ('field-walking') Það var landsvæðið umhverfis Tarraco, rómverska höfuðborg Hispania Citerior (Terraconensis) sem kannað var. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skráning á dreifingu leirílátabrota veitir miklar upplýsingar um samband Terragona og héraðanna í kring. Rannsóknin sýndi að þéttbýlt hafði verið þar á tímum Rómverja og landið mikið nýtt, og einnig að meira hafi verið um smábýli en stórar bújarðir.

[Efst á siðu]

Kowalewko, Poland

Gagnasafn

In 1994 a construction project of the Trans - European gas pipeline from Jamal peninsula (Siberia) to Western Europe was started. The Polish section of the pipeline was over 1300 km long. This enormous development created serious threat to numerous archaeological sites, placed alongside the pipeline's projected route. In order to rescue them, a three-step project has been created and executed:

Over seven hundred sites of different chronology and function (settlements, cemeteries, production centres etc.) have been researched. The most valuable was, as it appeared, the Roman Age cemetery in Kowalewko, with extraordinary rich both funeral customs and burial finds. The results of the research, described below, present numerous, often fascinating grave goods, but also allow us to consider about the ideas of death and after - life in the community from the beginning of the First Millennium AD.

[Efst á siðu]

Biskupin archaeological reserve, Poland

Gagnasafn

Being situated about 70 km NE from Poznan, Biskupin is one of the best known archaeological reserves in Central Europe. It was founded before the Second World War by the efforts of archaeologist from Poznan University, Professor Jozef Kostrzewski, and grew constantly thanks to his assistant, Prof. Zdzislaw A. Rajewski. Today, Biskupin archaeological reserve covers 24 hectares (59.3 acres). But it is not only a relic of the past. Each year thousands of people come here, especially during the largest archaeological festival in Europe, performed every year during the third week of September. It becomes then a centre of experimental archaeology, education and above all - fun.

[Efst á siðu]

Dankirke, Denmark Hjelm, Denmark Vorbasse, Denmark HofstaĆ°ir, Iceland Egge, Norway The Archaeological Repertory of Romania: Archive Digitisation Project The Chronicle of the Archaeological Researches in Romania (1983 - 2002) Cottam, United Kingdom Danebury, Hampshire, United Kingdom Ager Tarraconensis, Spain Kowalewko, Poland Biskupin archaeological reserve, Poland